fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Regnbogafánar hugsanlega teknir af fólki í Katar – ,,Ekki koma og móðga samfélagið“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 2. apríl 2022 11:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að knattspyrnuáhugamenn á HM í Katar síðar á árinu fái ekki að bera regnbogafána. Það yrði gert til að ,,verja þau“ að sögn hershöfðingjans Abdulaziz Abdullah Al Ansari.

Samkynhneigð er bönnuð í Katar og geta karlmenn fengið allt að dauðarefsingu fyrir að vera í sambandi með öðrum mönnum.

Katar hefur áður sagt að landið muni bjóða samkynhneigð pör velkomin. Þá hefur FIFA sagst ætla að leyfa regnbogafána inni á völlunum.

Nú er hins vegar sett spurningamerki við það miðað við nýjustu ummæli Al Ansari. ,,Ef ég tek regnbogafána af stuðningsmanni er það ekki vegna þess að ég vil það eða að ég vilji móðga hann. Það yrði til að verja hann. Ef ég tek fánann ekki gæti einhver ráðist á hann.“

,,Ég get ekki tryggt það að allir hagi sér. Ég myndi segja stuðningsmanninum að það sé engin þörf á að vera með fánann hér.“

Al Ansari hélt áfram. ,,Fólk ætti að tjá þessa skoðun sína í samfélagi þar sem það er samþykkt. Fólk kaupir miða til að horfa á leik, ekki undirstrika pólitíska skoðun.“

,,Horfðu á leikinn. Það er fínt. En ekki koma og móðga allt samfélagið. Við erum hér til að stýra knattspyrnumóti.Við breytum ekki lögunum. Þið breytið ekki trú fólks á 28 daga heimsmeistaramóti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tilkynna samning Andra með skemmtilegu myndbandi – „Lyngby er fjölskylda mín og heimili mitt“

Tilkynna samning Andra með skemmtilegu myndbandi – „Lyngby er fjölskylda mín og heimili mitt“
433Sport
Í gær

Svona er staðan í baráttunni um auka Meistaradeildarsætið – Mjótt á munum

Svona er staðan í baráttunni um auka Meistaradeildarsætið – Mjótt á munum
433Sport
Í gær

Eftir röð hneyksla eignaðist hún sjötta barn knattspyrnumannsins á dögunum

Eftir röð hneyksla eignaðist hún sjötta barn knattspyrnumannsins á dögunum