fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
433Sport

Margrét Lára á leið í stóra áskorun – „Ég ákvað að fara með og hjálpa þegar hann springur“

433
Laugardaginn 2. apríl 2022 08:30

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur um fótbolta hvaða nafni sem hann heitir, ætlar að taka þátt í Járnkalli, eða Iron Man, keppni í Svíþjóð. Margrét var gestur í Íþróttavikunni á Hringbraut þar sem þetta kom fram.

„Ég er eiginlega ekkert búin að vera uppljóstra um þetta fyrr en núna því ég er eiginlega búinn að vera að hætta við þegar ég áttaði mig á því hvað ég væri búinn að koma mér út í,“ sagði Margrét létt.

video

Einar Örn Guðmundsson, eiginmaður Margrétar, hefur haft það á sínum lista að keppa í fullum járnkalli síðan hann lagði handboltaskóna á hilluna. „Fyrst hann var að fara þá gat ég ekki verið minni maður. Ég ákvað að fara með og hjálpa þegar hann springur,“ segir hún.

Benedikt Bóas, umsjónarmaður þáttarins, benti á að Hörður Snævar, íþróttastjóri Torgs, sem sat í settinu fékk áskorun ekki alls fyrir löngu um að hlaupa hálfmaraþon í Mývatnsmaraþoninu – sem er trúlega fallegasta hlaupaleið landsins.

Margrét sagði þá að það væri gott að uppljóstra markmiðunum sínum, þá væri erfiðara að bakka út úr þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höddi Magg ráðinn til starfa á RÚV – „If you can’t beat them, join them“

Höddi Magg ráðinn til starfa á RÚV – „If you can’t beat them, join them“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Zlatan verður lengi frá – Ekki tekið ákvörðun með framtíðina

Zlatan verður lengi frá – Ekki tekið ákvörðun með framtíðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin: Ten Hag verður í veseni – Newcastle skákar stórliði

Ofurtölvan stokkar spilin: Ten Hag verður í veseni – Newcastle skákar stórliði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag harður í horn að taka og setur kröfu á leikmenn í sumarfríi

Ten Hag harður í horn að taka og setur kröfu á leikmenn í sumarfríi