fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
433Sport

Stór mistök voru gerð og forsetinn skammast sín

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 15. apríl 2022 14:14

Joan Laporta. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athygli vakti á leik Barcelona og Frankfurt í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær að mjög mikill fjöldi stuðningsmanna síðarnefnda liðsins var á Nývangi, heimavelli Barcelona.

Frankfurt gerði sér lítið fyrir og vann Barcelona 3-2 í mjög svo dramatískum leik. Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli. Filip Kostić kom gestunum yfir úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu og Rafael Santos Borré bætti við marki á 36. mínútu, staðan í hálfleik 2-0 Frankfurt í vil.

Kostic var ekki hættur og bætti við þriðja marki þýska liðsins með góðri afgreiðslu á 67. mínútu. Tólf mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og Barcelona tókst að minnka muninn. Sergio Busquets minnkaði muninn fyrir Börsunga á fyrstu mínútu uppbótartíma áður en heimamenn fengu dæmda vítaspyrnu undir blálokin. Memphis Depay minnkaði muninn í 3-2 en að lokum var það Frankfurt sem fór áfram og mæta West Ham í undanúrslitum. Lokatölur í einvíginu 4-3 fyrir Frankfurt.

Um 30 þúsund stuðningsmenn Frankfurt voru á leiknum sem verður að teljast sérstakt fyrir stuðningsmenn útiliðs.

„Við bjuggumst við 70-80 þúsund stuðningsmönnum Barcelona en það var ekki þannig. Þetta var eins og úrslitaleikur með tveimur jafnstórum áhorfendahópum. Félagið er að skoða hvað gæti hafa gerst,“ sagði Xavi, stjóri Barcelona.

Forseti félagsins, Joan Laporta, tjáði sig einnig. „Þetta er synd. Þetta má ekki gerast aftur og við þurfum að fara vel yfir þetta. Ég skammast mín og þykir þetta mjög leitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“
433Sport
Í gær

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið
433Sport
Í gær

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“
433Sport
Í gær

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“
433Sport
Í gær

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United