fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Leikmenn Man City héldu haus gegn leiðinlegu Atletico-liði – Benfica sótti góð úrslit á Anfield en er úr leik

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. apríl 2022 21:04

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lauk í kvöld með tveimur leikjum.

Í Madríd tók Atletico á móti Manchester City. Fyrri leik liðanna í Manchester lauk 1-0 fyrir bláliða.

Gestirnir voru líklegri aðilinn til að skora í annars tíðindalitlum fyrri hálfleik. Hiti færðist í leikinn er leið á seinni hálfleik og var ansi stuttur í mönnum þráðurinn. Atletico sótti í sig veðrið þegar leið á og varnarmenn Man City þurftu nokkrum sinnum að bregðast við. Allt kom þó fyrir ekki. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli og Man City fer því áfram samanlagt.

Allt fór úr böndunum undir lok leiks og fékk Felipe í liði Aletico til að mynda rautt spjald.

GettyImages

Á Anfield tók Liverpool á móti Benfica. Eftir 1-3 sigur í fyrri leiknum í Portúgal var í raun formsatriði fyrir lærisveina Jurgen Klopp að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit.

Ibrahima Konate kom Liverpool yfir eftir rúmar 20 mínútur en hann skoraði einmitt líka í fyrri leiknum. Goncalo Ramos jafnaði fyrir Benfica eftir rúman hálftíma leik.

Roberto Firmino kom heimamönnum yfir á ný á 55. mínútu. Hann kom þeim í 3-1 tíu mínútum síðar. Benfica sýndi karakter og jafnaði leikinn með mörkum frá Roman Yaremchuk og Darwin Nunez. Lokatölur í kvöld 3-3 en í heildina vinnur Liverpool einvígið 6-4.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“
433Sport
Í gær

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið
433Sport
Í gær

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“
433Sport
Í gær

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“
433Sport
Í gær

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United