fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Jón Páll gerði kröfu um 26 milljónir en tapaði málinu – Þarf að borga 1,5 milljón

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. apríl 2022 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuþjálfarinn Jón Páll Pálamason tapaði máli sínu gegn Víkingi Ólafsvík. Taldi hann uppsögn sína árið 2020 ólöglega en Víkingur ákvað að víkja honum úr starfi.

Fjallað var um málið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag en Hjörvar Hafliðason hafði þá fengið dóminn til sín.

Jón Páll gerði kröfu upp á tæpar 26 milljónir en tapaði málinu og þarf að greiða allan málskostnað í málinu.

Kröfur sem Jón Páll setti fram:
Mánaðarlegar samningsgreiðslur (26×700.000) 18.200.000
Kostnaður vegna íbúðar (26×80.000) 2.080.000
Mánaðarleg eldsneytisúttekt (26×30.000) 780.000
Mánaðarleg matarúttekt (26×30.000) 780.000
Flugmiðar fyrir maka 100.000
Bætur fyrir röskun á stöðu og högum 3.000.000
Miskabætur 1.000.000
Samtals 25.940.000

Dómurinn fellst á það með stefnda að honum hafi verið heimilt að afþakka frekara vinnuframlag stefnanda á fundi aðila 13. júlí 2020, enda er það réttur vinnuveitanda að afþakka vinnuframlag launþega ef greitt er umsamið endurgjald.

Telur dómurinn hins vegar ósannað, með vísan til þess sem rakið er hér að framan, að stefndi hafi rift samningi aðila eða sagt honum upp með ólögmætum hætti á umræddum fundi, eins og stefnandi byggir á. Er það niðurstaða dómsins að stefnandi hafi þvert á móti ekki sýnt fram á annað en að samningur aðila frá 19. október 2019 hafi verið í fullu gildi þar til stefndi sagði honum upp, 1. október 2020, samkvæmt heimild þar að lútandi í 6. gr. samningsins. Er stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu. Samkvæmt úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem telst, að virtu umfangi málsins, hæfilega ákveðinn 1.500.000 krónur.

Dómsorð:
Stefndi, Knattspyrnudeild UMF Víkings, er sýkn af kröfum stefnanda, Jóns Páls Pálmasonar. Stefnandi greiði stefnda 1.500.000 krónur í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar