fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Bjarni Helga veltir því fyrir sér hver tilgangurinn var

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. apríl 2022 13:35

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason stjörnublaðamaður Morgunblaðsins veltir því fyrir sér hver tilgangurinn var með æfingaleik Íslands gegn Spáni í vikunni.

Íslenska liðið sem er að ganga í gegnum mikilla endurnýjun tapaði 5-0 gegn Spáni og átti aldrei séns. „Það var áhuga­vert að fylgj­ast með vináttu­lands­leik Spán­ar og Íslands í La Cor­una á Spáni á síðasta þriðju­dag. Íslenska liðið átti aldrei mögu­leika gegn sterku liði Spán­verja og voru yf­ir­burðir spænska liðsins væg­ast sagt skugga­leg­ir. Spán­verj­ar voru 80% með bolt­ann í leikn­um og áttu fimmtán marktilraun­ir gegn einni marktilraun Íslands,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið.

Bjarni skoðar svo tölfræði leiksins.

„Þá áttu Spán­verj­ar 888 send­ing­ar í leikn­um á meðan Ísland átti 169 send­ing­ar en ís­lenska liðið var í vand­ræðum með að tengja tvær til þrjár send­ing­ar á milli manna all­an leik­inn.“

Bjarni veltir því fyrir sér hver tilgangurinn var fyrir íslenska liðið að spila þennan leik.

„Maður get­ur ekki annað en velt því fyr­ir sér hver til­gang­ur­inn sé með því að spila gegn svona sterku og vel spilandi liði eins og Spán­verj­um. Íslenska liðið er að ganga í gegn­um mikla end­ur­nýj­un og allt það. Þjálf­ar­inn er að reyna að koma sinni hug­mynda­fræði að með unga og reynslu­litla leik­menn í liðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið