fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Baldur Sigurðsson mættur heim á Húsavík

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. apríl 2022 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Sigurðsson er mættur heim til Völsungs og mun taka slaginn með liðinu í 2 deild karla í sumar. Baldur kemur til Völsungs frá Fjölni.

Baldur hefur átt frábæran feril með Keflavík, KR og Stjörnunni en að auki var hann í atvinnumennsku.

Af vef Völsungs:
Það er okkur gleðiefni að tilkynna um að Baldur Sigurðsson hefur fengið félagaskipti yfir í Völsung og mun klæðast grænu í sumar.

Baldur, töluvert hoknari af árum, reynslu og titlum síðan síðast, og knattspyrnuráð voru sammála um að ferlinum yrði ekki hægt að ljúka án þess að ná nokkrum leikjum í grænu!

Baldur færir okkar unga hóp mikið og er meira en til í að leiðbeina strákunum okkar innan sem utan vallar.

Baldur á í safni sínu 2 Íslandsmeistaratitla og 5 bikartitla auk þess sem hann vann 2.deild með Völsungi árið 2003. Hann varð einnig Íslandsmeistari innanhús með Völsungi ári áður, sælla minninga.

Við bjóðum Baldur Sigurðsson hjartanlega velkominn í grænt á ný!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum