fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Spánverjar léku sér að Íslendingum

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 20:34

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið heimsótti Spán í vináttulandsleik í kvöld.

Yfirburðir Spánverja voru miklir strax frá upphafi leiks og tóku þeir alveg yfir. Þá átti íslenska liðið erfitt með þá Yeremy Pino og Dani Olmo á köntunum. Heimamönnum tókst þó ekki að nýta yfirburði sína þrátt fyrir nokkur færi á fyrstu 20 mínútum leiksins eða svo.

Við tók svo um stundarfjórðungs kafli þar sem heimamönnum tókst ekki að skapa sér mikið, voru þó áfram mun meira með boltann. Íslenska liðið hélt sér til baka og var sátt með að leyfa heimamönnum að hafa boltann.

Íslenska liðinu tókst nánast ekkert að halda í boltann í fyrri hálfleiknum. Besta staða liðsins kom á 35. mínútu þegar Jón Daði Böðvarsson gerði vel og setti Stefán Teit Þórðarson og Jón Dag Þorsteinsson í gegn tvo á móti tveimur. Jón Dagur var þó rangstæður þegar Stefán renndi boltanum í gegn á hann.

Stuttu síðar skoraði Alvaro Morata fyrsta mark leiksins. Carlos Soler gerði þá vel í að láta boltann fara áður en Morata lék á Alfons Sampsted og skoraði.

Skömmu síðar fékk Spánn víti þegar Birkir Bjarnason braut á Olmo. Morata fór á punktinn og skoraði.

Spánn var meira en 80% með boltann í fyrri hálfleik. Náði íslenska liðið aðeins 49 heppnuðum sendingum sín á milli.

Yfirburðir heimamanna héldu áfram í seinni hálfleik. Yeremy skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Jordi Alba á 47. mínútu. Tæpum stundarfjórðungi síðar gerði Pablo Sarabia skallamark eftir sendingu frá Marcos Alonso.

Sarabia var aftur á ferðinni með mark á 71. mínútu og aftur átti Alonso stoðsendinguna. Alltof létt fyrir Spánverja. Lokatölur í kvöld urðu 5-0.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Í gær

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Í gær

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar