fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
433Sport

Spánverjar léku sér að Íslendingum

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 20:34

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið heimsótti Spán í vináttulandsleik í kvöld.

Yfirburðir Spánverja voru miklir strax frá upphafi leiks og tóku þeir alveg yfir. Þá átti íslenska liðið erfitt með þá Yeremy Pino og Dani Olmo á köntunum. Heimamönnum tókst þó ekki að nýta yfirburði sína þrátt fyrir nokkur færi á fyrstu 20 mínútum leiksins eða svo.

Við tók svo um stundarfjórðungs kafli þar sem heimamönnum tókst ekki að skapa sér mikið, voru þó áfram mun meira með boltann. Íslenska liðið hélt sér til baka og var sátt með að leyfa heimamönnum að hafa boltann.

Íslenska liðinu tókst nánast ekkert að halda í boltann í fyrri hálfleiknum. Besta staða liðsins kom á 35. mínútu þegar Jón Daði Böðvarsson gerði vel og setti Stefán Teit Þórðarson og Jón Dag Þorsteinsson í gegn tvo á móti tveimur. Jón Dagur var þó rangstæður þegar Stefán renndi boltanum í gegn á hann.

Stuttu síðar skoraði Alvaro Morata fyrsta mark leiksins. Carlos Soler gerði þá vel í að láta boltann fara áður en Morata lék á Alfons Sampsted og skoraði.

Skömmu síðar fékk Spánn víti þegar Birkir Bjarnason braut á Olmo. Morata fór á punktinn og skoraði.

Spánn var meira en 80% með boltann í fyrri hálfleik. Náði íslenska liðið aðeins 49 heppnuðum sendingum sín á milli.

Yfirburðir heimamanna héldu áfram í seinni hálfleik. Yeremy skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Jordi Alba á 47. mínútu. Tæpum stundarfjórðungi síðar gerði Pablo Sarabia skallamark eftir sendingu frá Marcos Alonso.

Sarabia var aftur á ferðinni með mark á 71. mínútu og aftur átti Alonso stoðsendinguna. Alltof létt fyrir Spánverja. Lokatölur í kvöld urðu 5-0.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“
433Sport
Í gær

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið
433Sport
Í gær

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“
433Sport
Í gær

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“
433Sport
Í gær

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United