fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
433Sport

Arnar Þór nokkuð brattur eftir leik – ,,Mjög margt sem ég er ánægður með undanfarna daga“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 21:21

Arnar Þór Viðarsson. Mynd: Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðsins, ræddi við blaðamenn á fréttamannafundi eftir 5-0 tap Íslands gegn Spánverjum í vináttulandsleik í kvöld.

Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar í leiknum og gerir Arnar sér grein fyrir því. ,,Þetta var erfitt í alla staði. Við vitum að Spánverjar senda milli 600 og þúsund sendingar í leik og þeir gerðu það í dag. Þeir eru það góðir að þeir ná að nýta sér minnstu svæði og snúa á okkur. Við fundum ekki lausnina, sérstaklega hægra megin.“

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Finna á laugardag og er Arnar sáttur með landsleikjagluggann í heild sinni. ,,Við mættum ofjörlum okkar í dag en það er mjög margt sem ég er ánægður með undanfarna tíu daga, sérstaklega undirbúningurinn og leikurinn á móti Finnunum. Við erum að undirbúa júní-verkefnið í B-deild Þjóðadeildarinnar og við vitum að við erum ekki að spila við lið þar sem eru með þessi gæði eins og Spánverjarnir.“

,,Við látum þetta ekkert brjóta okkur niður. Við tökum bara það jákvæða í þessum tíu dögum með okkur og reynum að bæta okkur þannig að eftir nokkur ár eigum við meiri séns á að loka á og spila á móti liðum eins og Spánverjum.“

Margir hafa sett spurningamerki við það af hverju Arnar Þór samþykkti æfingaleik gegn Spánverjum á þessum tímapunkti. Hann var spurður út í það. ,,Við ákváðum að taka þennan leik af því að það voru tveir mismunandi leikir. Ég vildi frekar fá leik á móti sterku liði en á móti mjög slöku liði. Ég held að við getum lært meira á að spila á móti mjög sterkum andstæðingi.“

,,Það er erfit fyrir unga leikmenn að tapa stórt. Þetta eru hlutir sem við þurfum að læra. Það eru ákveðnir hlutir sem ég tek á mig, ég fann ekki lausnina við ákveðnum hlutum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“
433Sport
Í gær

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið
433Sport
Í gær

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“
433Sport
Í gær

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“
433Sport
Í gær

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United