fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
433Sport

„Það er eitthvað meira en lítið að þarna“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 19. mars 2022 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United var til umræðu í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudaginn en liðið féll út úr Meistaradeildinni gegn Atletico Madrid í vikunni. Þeir Bjarki Már Elísson og Birkir Már Sævarsson voru gestir í Íþróttavikunni en Bjarki heldur með Liverpool og Birkir með Leeds.

Atletico hægði mikið á leiknum og gerðu allt til að pirra leikmenn Manchester liðsins sem Birkir benti á að væri í raun listform sem Diego Simeone væri búinn að búa til.

„Þetta er óþolandi og ég finn til með Manchester United stuðningsmönnum. Ég var að horfa á þennan leik og ég vonaðist eftir að Manchester myndi skora. Af því ég þoli ekki að horfa á, og ég horfi á marga fótboltaleiki, þegar lið fara í þetta.“

Þeir félagar fóru einnig yfir Marcus Rashford og Harry Maguire sem voru ekki sannfærandi í einvíginu. „Það er eitthvað meir en lítið að þarna. Það sjá það allir. Þetta er frábært lið á pappír en það er eitthvað mikið að,“ sagði Bjarki.

Juan Mata kom inn á fyrir Manchester United og minnti sú skipting á þegar Englendingar þurftu mark gegn Íslandi árið 2016 og Roy Hodgson setti Jack Wilshere inn á. Mata hefur lítið sem ekkert spilað að undanförnu, svipað og þegar Wilshere átti að bjarga Englendingum.

„Í minningunni er Englandsleikurinn ekki sá leikur sem var erfiðastur. Mér fannst við alltaf hafa stjórn á þeim leik. Þegar Wilshere kom inn á þá bara hummaði maður.“

„Það var miklu erfiðara þegar Rashford kom inná. Það var annar handleggur. Það var skipting sem Hodgson átti að gera fyrr,“ sagði Birkir sem spilaði þann eftirminnilega leik.

Nánari umræðu um Meistaradeildina má sjá hér fyrir neðan.

video
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Höddi Magg ráðinn til starfa á RÚV – „If you can’t beat them, join them“

Höddi Magg ráðinn til starfa á RÚV – „If you can’t beat them, join them“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin: Ten Hag verður í veseni – Newcastle skákar stórliði

Ofurtölvan stokkar spilin: Ten Hag verður í veseni – Newcastle skákar stórliði
433Sport
Í gær

Hólmar Örn vildi ekki snúa aftur í landsliðið – Arnar Þór reyndi að sannfæra hann

Hólmar Örn vildi ekki snúa aftur í landsliðið – Arnar Þór reyndi að sannfæra hann
433Sport
Í gær

Málið afgreitt: Guðmundur iðrast gjörða sinna – „Hann er heiðursmaður“

Málið afgreitt: Guðmundur iðrast gjörða sinna – „Hann er heiðursmaður“
433Sport
Í gær

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku
433Sport
Í gær

Tuchel fær 32 milljarða til að leika sér með í sumar

Tuchel fær 32 milljarða til að leika sér með í sumar