fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Stórstjörnur missa hausinn við að mæta í hálf ónýtan Laugardal – „Pottþétt nöldrandi og neikvæð“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 19. mars 2022 07:00

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um Laugardalinn í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudaginn en í vikunni birtist frétt í Morgunblaðinu um að nýr þjóðarleikvangur gæti verið risinn þar á bæ á næstu fimm árum.

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, segir að það verði að passa upp á að hafa umhverfið þannig að leikmenn geti bætt sig. „Þetta gengur ekkert. Við státum okkur af því að vera fámenn þjóð með frábæra íþróttamenn og það er allsstaðar sem maður kemur, nú hef ég ferðast mikið um Evrópu, fólki finnst þetta ótrúlegt.

Þjóðverjar til dæmis skilja ekki hvernig við getum þetta. Að vera með fótboltamenn á heimsmælikvarða og gott körfubolta- og handboltalandslið. Þeir skilja þetta ekki.“

video
play-sharp-fill

Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og fyrrum landsliðsmaður í fótbolta segir að mörgu leyti hafi Laugardalsvöllurinn hjálpað landsliðinu að ná góðum árangri. „Ég held að það sé hræðilegt fyrir stórlið að koma á Laugardalsvöll, setjast niður inn í klefa og næsti maður er alveg ofan í viðkomandi af því klefinn er svo lítill. Fara svo í hræðilegar sturtur eftir æfingar og leiki. Ég held að við höfum grætt á þessu – alveg klárlega. Liðin verða svo neikvæð þegar þau sjá þetta og við töluðum oft um þetta.“

Hann bendir á að Tyrkir hafi verið sérlega slæmir að koma til Íslands að spila. „Ég held að enginn af þessum stórstjörnum nenni að mæta hingað og svo er kannski slagviðri ofan á það. Tyrkirnir til dæmis fóru alveg í mínus alltaf. Maður fann það alveg fyrir leik og maður vissi að þessi lið voru pottþétt nöldrandi og neikvæð og í ömurlegum gír.“

Hann sagði að það yrði að fara taka ákvörðun enda væri völlurinn ekki boðlegur. „Það er ekkert hægt að bjóða upp á þetta.

Klefarnir eru hræðilegir, hlaupabrautin ömurleg en einhvern veginn tókst fólkinu hérna heima að búa til ótrúlega gryfju úr þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
Hide picture