fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Vonar að enginn eyði um efni fram þráttt fyrir mikið launaskrið á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. mars 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Íslands og bikarmeistara Víkings var gestur í sjónvarpsþætti 433 á Hringbraut í gærkvöldi.

Arnar mætir til leiks í Bestu deildinni með titil að verja en lið Víkings hefur á undirbúningstímabilinu virkað í mjög góðu standi.

Miklir peningar virðast nú vera í íslenskum fótbolta og kjaftasögur um leikmenn með vel yfir milljón á mánuði heyrast nú reglulega. Arnar minntist á það í þættinum.

„Núna ertu að sjá öðruvísi dýnamík í íslenskum fótbolta, það virðist vera eins og það séu komnir peningar. Það er verið að kaupa leikmenn og fjárfesta. Valur er líklega með eitt dýrasta lið í Íslandssögunni, sem er frábært,“ sagði Arnar í þættinum.

video
play-sharp-fill

„Deildin í sumar verður hrikalega áhugaverð, það virðist vera eins og öll lið séu að gefa í. Stuðningsmenn og stjórnarmenn séu þátttakendur í því.

Arnar reyndi að fá Aron Jóhannsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Orra Hrafn Kjartansson í vetur en allir völdu þeir að fara í Val .

„Við reyndum líka við fleiri leikmenn og töluðum við Orra líka. Stundum velja menn önnur lið, hvort sem það er út frá peningum eða hinn klúbburinn henti betur. Það er ánægjulegt að það séu peningar í íslenskum fótbolta.“

„Við höfum fallhlíf með Evrópukeppni en erum ekki með feitan bankareikning til að eyða eins og vitleysingar. Við þurfum að passa okkur, ég tel okkur hafa fjárfest vel,“ sagði Arnar um stöðu Víkings.

En hefur Arnar áhyggjur af því að launaskriðið sé hreinlega of mikið. „Ég ætla að vona ekki, ég ætla að vona að markaðurinn sé bara svona hjá sumum liðum sem stefna langt. Ég ætla að vona menn séu ekki að taka óþarfa áhættu,“ sagði Arnar.

Áhugavert viðtal við Arnar er í heild hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ skoðar að fara í herferð vegna veðmálafíknar

KSÍ skoðar að fara í herferð vegna veðmálafíknar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
Hide picture