fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Sakar Dag um að hafa ýtt málefnum þjóðarleikvanga á undan sér – ,,Það yrðu glötuð eftirmæli fyrir hvaða borgarstjórn sem er að vera sú sem hrakti landsliðin úr Reykjavík“

433
Mánudaginn 14. mars 2022 09:33

Samsett Mynd: Dagur B. Eggertsson/Anton Brink - Friðjón/ Ernir Eyjólfs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðjón Friðjónsson framkvæmdarstjóri, varaþingmaður og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir í grein sem hann skrifaði og birtist á Vísi að Reykjavíkurborg hafi verið þröskuldur í því að byggja upp nýja þjóðarleikvanga Íslands. Hann segir að það yrðu glötuð eftirmæli fyrir hvaða borgarstjórn sem er að vera sú sem hrakti landsliðin úr Reykjavík.

Friðjón segir það eitt af málum næsta kjörtímabils í Reykjavíkurborg að niðurstaða fáist í málefni þjóðarleikvanga landsins.

,,Það er að segja ef það er nokkur áhugi meðal borgarfulltrúa á að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni. Fyrir liggur að áhugi er á að hafa þjóðarleikvang í knattspyrnu í Kópavogi.“‘

Friðjón sakar núverandi borgarstjóra Reykjavíkur, Dag B. Eggertsson um að hafa ýtt málinu á undan sér og um leið komist upp með að vanrækja aðstöðu Þróttar og Ármanns.

,,Landslið karla og kvenna hafa verið stolt þjóðarinnar en Reykjavíkurborg hefur verið þröskuldur í því að byggja upp nýja leikvanga. Raunveruleg hætta er á því að landslið Íslands verði að leika heimaleiki sína erlendis á næstu árum,“ skrifar Friðjón í grein sinni.

Hann segir að ákvörðunin um uppbyggingu nýrra þjóðarleikvanga Íslands strandi á Reykjavíkurborg.

,,Svo dæmið sé tekið af Laugardalsvelli þá leggur Reykjavíkurborg núna um 50 milljónir árlega til reksturs vallarins en fær tæplega helming þess tilbaka í fasteignagjöld. Nýr völlur mun bera umtalsvert hærri fasteignagjöld. Sem dæmi má nefna að fasteignagjöld Hörpunnar eru ríflega 300 milljónir árlega. Ef framlag borgarinnar til nýs þjóðarleikvangs væri það sama og áætluð fasteignagjöld bygginganna væri hluti borgarinnar í fjármögnun leystur. Það væri furða ef borgin ætlaði sér að hagnast beint af nýjum leikvöngum.“

Þá vill Friðjón að sá möguleiki verði skoðaður að þjóðarleikvangur í knattspyrnu verði byggður á öðrum stað en núverandi leikvangur.

,,Það má draga umtalsvert úr byggingarkostnaði við gerð nýs knattspyrnuleikvangs ef hann er byggður á nýjum stað. Það verður dýr og erfið framkvæmd að vinna ofan í núverandi velli. Meiri skynsemi væri að byggja á auðu svæði þar sem fer saman nálægð við góðar samgöngur, bílastæði skammt undan og almenningssamgöngu þjóna. Slíkt svæði þarf ekki að vera umfangsmikið og nokkur slík má finna í borginni, fleiri utan borgarmarka.“

Með því að byggja leikvanga á nýjum stað komi tækifæri til þess að tengja þá við annars konar atvinnustarfsemi.

,,Hótel, veitingastaðir eða skrifstofur samfest við leikvanga gera slíka byggingu og rekstur hagkvæmari auk annarra viðburða sem hægt væri að halda, sem allir vekja athygli á Íslandi og færa okkur beinar og óbeinar tekjur.“

Friðjón endar grein sína á því að segja að borgarstjórn þurfi að spýta í lófana og sýna að henni sé alvara í þessum efnum. ,,Annars byrjum við von bráðar að leika landsleiki fyrst erlendis og síðan í Kópavogi eða Keflavík. Það yrðu glötuð eftirmæli fyrir hvaða borgarstjórn sem er að vera sú sem hrakti landsliðin úr Reykjavík,“ skrifar Friðjón Friðjónsson, frambjóðandi í 2.sæti í prófkjöri Stjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi