fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
433Sport

Hrífst af því að Elías hafi haft betur – Segir frá því þegar Jonas svindlaði og iðraðist ekki

433
Sunnudaginn 13. mars 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Héðinsson, fyrrum leikmaður FC Midtjylland segir það sýna mikið hvaða mann Elías Rafn Ólafsson, markvörður liðsins hafi að geyma fyrst að hann stóð af sér samkeppni við Jonas Lössl, fyrrum liðsfélaga Eyjólfs hjá Midtjylland. Eyjólfur segir Lössl vera eiginhagsmunasegg sem svífst einskis.

Lössl endaði á því að fara á lánssamningi frá Midtjylland til enska úrvalsdeildarliðsins Brentford þar sem að hann er nú varamarkvörður líkt og hann var hjá Midtjylland. Lössl hefur þegar gefið það út að hann ætli sér ekki að spila aftur fyrir Midtjylland.

Eyjólfur spilaði með Midtjylland á árunum 2013-2016 en þá var Lössl einnig á mála hjá félaginu. Sá síðarnefndi spilaði síðan með liðum í Frakklandi, Þýskalandi og Englandi áður en hann sneri aftur til Midtjylland þar sem að hann lenti í samkeppni við Elías Rafn sem á endanum eignaði sér sæti í byrjunarliðinu.

video

,,Þetta er risastórt. Midtjylland náði þarna í Jonas Lössl frá Everton í fyrra og ég hafði nú spilaði með honum á sínum tíma þegar að ég var í Midtjylland. Við vorum ágætist félagar og svona til þess að gefa ykkur einhverja innsýn inn í það hvernig manneskja hann er þá vorum við nokkrir saman í spilaklúbbi. Við spiluðum til að mynda Catan mjög mikið. Catan byggir á þeirri grundvallarreglu þú mátt bara vera með sjö spil á hendi. Nema hvað að við tókum eftir því í einni æfingarferðinni að Jonas var alltaf að fara eitthvað með hendina á bak við sig. Þá var hann búinn að fela nokkur spil á bak við sig og var bara að svindla á okkur,“ sagði Eyjólfur í Íþróttavikunni með Benna Bó.

Eyjólfur segir spilafélaga Lössl hafa gengið á hann með þetta og spurt hann hvað hann sé eiginlega að gera. ,,Það var engin iðrun hjá honum, hann baðst ekki afsökunar heldur vildi bara halda áfram að spila. Þetta sýnir hvernig karakter hann hefur að geyma. Hann svífst einskis og ég get lofað ykkur því að hann hefur ekkert verið að gefa Elíasi fimmu á æfingu eða peppa hann áfram. Það að Elías hafi staðið þetta af sér og staðið uppi sem sigurvegari sýnir að hann er með risavaxinn pung og Jonas fer í rauninni með skottið á milli lappanna til Englands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar
433Sport
Í gær

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist
433Sport
Í gær

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku