fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Vill setja ,,fótboltann aftur í fyrsta sæti hjá KSÍ“ – ,,Mér finnst þetta spennandi hlutverk“

433
Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 15:00

Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA og frambjóðandi til formannsembættis KSÍ var gestur í þættinum 433.is í gærkvöldi. Sævar hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns sambandsins og segist hafa hugsað sig vel og vandlega um áður en hann tók ákvörðunina. Hann vill meðal annars efla tenginguna á milli KSÍ og aðildarfélaga sambandsins og taka á rekstri sambandsins.

,,Ég hugsaði þetta í þónokkra daga og fór fram og tilbaka. Ástæðan fyrir framboðinu fyrst og fremst er sú að mér finnst þetta spennandi hlutverk að stíga fram og leiða knattspyrnuforystuna. Ég átti gott samtal við fjölskyldu mína, vini, vandamenn og aðila innan úr hreyfingunni sem hvöttu mig áfram og þetta var niðurstaðan,“ sagði Sævar Pétursson í þættinum 433.is í gærkvöldi.

Í málaskrá Sævars sem send var samhliða fréttatilkynningu til fjölmiðla um framboð hans segir að hann vilji ,,setja fótboltann aftur í fyrsta sæti.

,,Ég hef mikla skoðun á þessum málum en þetta verður ekki einungis undir mér komið verði ég formaður. Ég mun svo sannarlega tala fyrir því og tel okkur þurfa að fara ofan í grunninn. Skoða mótafyrirkomulag, lengja mótin kvenna megin og í neðri deildunum, endurhugsa unglingamótin okkar þar sem við erum að dragast rosalega mikið á eftir nágrannalöndum okkar,“

Þá vill hann einnig efla samskiptin á milli KSÍ og aðildarfélaga sambandsins.

,,Mér finnst samskiptin á milli Knattspyrnusambands Íslands og aðildarfélaganna þurfa að vera meiri. Á sama tíma geri ég mér grein fyrir því að það hefur verið töluvert mikið álag á starfsfólki KSÍ og þá sérstaklega undanfarin tvö ár. Það þarf að koma sterkari tenging þarna á milli og ég vil standa fyrir það í mínu framboði að eiga nánara samtal við félögin þannig að það sé þarna sterkari lína á milli heldur en hefur verið,“ sagði Sævar Pétursson, frambjóðandi til formannsembættis KSÍ í þættinum 433.is í gærkvöldi.

Viðtalið við Sævar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Í gær

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Í gær

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
Hide picture