fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Dyrnar opnar fyrir Eriksen hjá Tottenham ef honum tekst að heilla hjá Brentford – ,,Yrði gott að vinna með honum aftur“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 14:02

Eriksen Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hann hefði hitt Christian Eriksen, leikmann Brentford, fyrir tilviljun á hóteli á dögunum. Conte og Eriksen störfuðu saman hjá Inter á sínum tíma og Conte segir möguleika á því að Eriksen gangi á ný til liðs við Tottenham.

Conte segist hafa verið hissa á að Eriksen hafi samið við Brentford en hann skrifaði undir sex mánaða samning við félagið. Eriksen er að vinna að því að koma sér aftur í leikform eftir að hafa farið í hjartastopp og hnigið niður í leik með danska landsliðinu á EM á síðasta ári.

,,Ég var heppinn að hitta hann á sunnudaginn og það var gott að tala við hann. Ég verð fyrstur til að verða ánægður þegar hann fer að spila á ný, við áttum mjög góðan tíma saman hjá Inter á sínum tíma,“ sagði Conte á blaðamannafundi í dag.

Conte lokaði ekki á möguleg félagsskipti Eriksen til Tottenham eftir tímabilið.

,,Ég óska honum alls hins besta með framhaldið. Maður veit aldrei hvað getur gerst, það væri gott fyrir mig að fá að vinna með honum aftur,“ sagði Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham á blaðamannafundi í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld