fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Þeir bestu að mati Rio Ferdinand

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 19:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að mati Manchester United-goðsagnarinnar Rio Ferdninand eru þeir Edouard Mendy, David De Gea og Ederson bestu markmenn heims í dag. Þá telur Ferdinand þann fyrst nefnda standa upp úr í hópi þessara þriggja.

Mendy hefur verið frábær fyrir Chelsea frá komu sinni árið 2020. Þá átti hann stóran þátt í því að Senegal varð Afríkumeistari í fyrsta sinn nú á dögunum.

,,Mendy stendur upp úr, sérstaklega á þessu ári. Hann hefur verið stórkostlegur,“ sagði Ferdinand.

Edouard Mendy. Getty Images

Sem fyrr segir er það skoðun þessa fyrrum miðvarðar Man Utd og fleiri félaga að De Gea og Ederson komi næstir á eftir Mendy.

Leika þeir í ensku úrvalsdeildinni, De Gea með Man Utd og Ederson með Man City, líkt og Mendy.

Ederson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Í gær

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins
433Sport
Í gær

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn