fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Ásgrímur býður sig fram til stjórnar KSÍ

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 14:56

Ásgrímur Helgi (til vinstri) Mynd/Fram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgrímur Helgi Einarsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar Fram, hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnar KSÍ. Frá þessu greinir Ásgrímur í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook í dag.

Ásgrímur var kjörinn í stjórn KSÍ til bráðabirgða á aukaþingi sambandsins í október á síðasta ári.

Yfirlýsing Ásgríms:

Þar sem fjölmiðlar eru greinilega farnir að kanna hverjir ætli að bjóða sig fram í stjórn KSÍ á komandi þingi, hef fengið 2 símtöl í morgun, þá hef ég tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér í stjórn KSÍ til næstu tveggja ára.
Ég vill leggja mitt af mörkum fyrir knattspyrnuna í góðu samstarfi við félögin í landinu. Ég hef víða komið að málum, hef talsverða þekkingu úr grasrótinni og rekstri og stjórnun félaga. Ég er sannfærður um að sú reynsla muni nýtast í hinum mörgu verkefnum sem knattspyrnuhreyfingin þarf að vinna að.
Knattspyrna er mitt hjartans mál og á þeim stutta tíma sem ég hef setið í stjórn KSÍ hef ég kynnst starfinu og myndað mér skoðun á því hvað það er sem þarf að gera til að gera knattspyrnuna í landinu enn betri. Við höfum tekið á og komið þeim málum sem upp komu í ferli og í þeim málum þarf að halda áfram að vinna.
Við megum hins vegar ekki gleyma fótboltanum sjálfum og þar þurfum við að hlúa að grasrótinni. Á ég þá ekki bara við okkar ungu iðkendur heldur líka tengd störf svo sem starf sjálfboðaliða og dómara. Sjálfboðaliðarnir eru hreyfingunni ómetanlegir sem og dómarar en dómarar hafa setið á hakanum hvað varðar fjölgun og utanumhald. Við þurfum að hlúa vel að uppbyggingu og umgjörð landsliðanna okkar, bæði kvenna og karla og einnig að aðstoða félagsliðin okkar við að ná árangri í Evrópu. Síðast en ekki síst er það mín skoðun að niðurstaða varðandi þjóðarleikvang þurfi að koma sem fyrst og það mál þarf að vinna í samráði með öðrum sérsamböndum, bæjarfélögum og ríki.
Ég hef bæði vilja og metnað til að leggja mitt af mörkum. KSÍ er að mínu mati hreyfing sem sameinar og þjónustar félögin í landinu og það er mikilvægt að styrkja fagmennsku og ímynd sambandsins. Starfssemina þarf að straumlínulaga, verkefni stjórnar eru mörg og flókin og við þurfum að vekja aftur traust og trú almennings á hreyfingunni.
Ég tel mig hafa reynslu, kraft og vilja til að takast á við þessi verkefni innan stjórnar KSÍ.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar