fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
433Sport

Eriksen tjáði sig eftir fyrsta leik frá atvikinu óhugnanlega í Kaupmannahöfn – „Æðisleg tilfinning“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 11:45

Christian Eriksen (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Eriksen var að vonum afar ánægður með að hafa leikið sinn fyrsta leik með Brentford í gær.

Brentford tók á móti Newcastle en unnu gestirnir nokkuð þægilegan sigur. Joshua Dasilva fékk beint rautt spjald strax á 11. mínútu og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Newcastle. Joelinton skoraði fyrsta markið á 33. mínútu og Joseph Willock tvöfaldaði forystuna á 44. mínútu. Lokatölur 0-2.

Eins og flestir muna eftir þá lenti Christian Eriksen í óhugnanlegu atviki á EM síðasta sumar. Hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur gegn Finnlandi og var á tímabili óvissa um framtíð hans í fótboltanum. Græddur var í hann bjargráður en ekki er löglegt að spila með hann á Ítalíu og því rifti hann samningi sínum við Inter. Daninn gekk svo til liðs við Brentford í janúar.

Hann kom inn á snemma í seinni hálfleik í gær í fyrsta sinn við mikinn fögnuð áhorfenda.

„Eftir allt sem ég hef gengið í gegnum er æðisleg tilfinning að vera kominn aftur,“ sagði Eriksen eftir leik.

Hann er afar ánægður með tímann sinn hjá Brentford til þessa. „Þetta hefur verið sérstakt frá fyrsta degi. Brentford hefur séð svo vel um mig.“

„Það eru allir hér. Fjölskyldan mín, foreldrar mínir, börnin mín, tengdamóðir og læknar sem hafa hjálpað mér mikið. Það sem þau hafa gengið í gegnum er jafnvel erfiðara en hjá mér.“

„Ég þarf að fá tilfinninguna fyrir fótboltanum aftur og ég vil hjálpa Brentford að halda sér í deildinni.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Casemiro skaut Brasilíu í 16 liða úrslit með glæsilegu marki

Casemiro skaut Brasilíu í 16 liða úrslit með glæsilegu marki
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ auglýsir eftir leyfisstjóra

KSÍ auglýsir eftir leyfisstjóra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ gefur út yfirlýsingu eftir fréttir dagsins – „Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf“

KSÍ gefur út yfirlýsingu eftir fréttir dagsins – „Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir fréttamann RÚV hafa beitt „Auðuns Blöndal-trixinu“ í setti

Segir fréttamann RÚV hafa beitt „Auðuns Blöndal-trixinu“ í setti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

HM-hlaðvarpið: Bono er horfinn og Gunni Birgis öðlast heimsfrægð

HM-hlaðvarpið: Bono er horfinn og Gunni Birgis öðlast heimsfrægð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hent úr hópnum af afar furðulegri ástæðu

Hent úr hópnum af afar furðulegri ástæðu