fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
433Sport

Linda Pé skrifar um Sævar: „Mundu bróðir, að þetta kallast velgengnisskattur“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 26. febrúar 2022 13:18

Sævar og Linda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin og athafnakonan Linda Pétursdóttir skrifar áhugaverðan pistil á Facebook síðu sína í dag vegna kjörs formanns á ársþingi KSÍ. Linda er systir Sævars Péturssonar sem er í framboði til formanns.

Formaður KSÍ verður kjörinn síðar í dag en Sævar er í samkeppni um stólinn, Vanda Sigurgeirsdóttir sækist einnig eftir starfinu en hún er sitjandi formaður.

„Hann er nútímamaður, alinn upp í jafnrétti og hæfur til að taka erfiðar ákvarðanir. Hann er fylginn sjálfum sér og málstaðnum. Hann þekkir rekstur aðildarfélaga og baslið sem getur fylgt því að reka íþróttafélög, og er þar með frábær talsmaður hreyfingarinnar. Hann hefur mikla ástríðu fyrir fótbolta og hefur helgað íþróttum líf sitt. Sævar er alvanur að vinna með konum, en hann vann innan um og með konum í Baðhúsinu í mörg ár,“ skrifar Linda í færslu sinni um Sævar.

Linda segir að ódýr taktík hafi verið notuð á Sævar undanfarna daga í aðdraganda kjörsins. „Í gær birtist grein á DV með fyrirsögninni „Áhrifafólki í fótboltanum blöskrar orðræðan í garð Sævars“. Ég er sammála því að þetta er ódýr taktík en að sama skapi vil ég segja við bróður minn: „Mundu bróðir, að þetta kallast velgengnisskattur.“

Pistill Lindu í heild:
Hann er nútímamaður, alinn upp í jafnrétti og hæfur til að taka erfiðar ákvarðanir. Hann er fylginn sjálfum sér og málstaðnum. Hann þekkir rekstur aðildarfélaga og baslið sem getur fylgt því að reka íþróttafélög, og er þar með frábær talsmaður hreyfingarinnar. Hann hefur mikla ástríðu fyrir fótbolta og hefur helgað íþróttum líf sitt. Sævar er alvanur að vinna með konum, en hann vann innan um og með konum í Baðhúsinu í mörg ár.
Hann er ljúfmenni, konum stafar ekki ógn af honum og hann er sannur leiðtogi. Sama hvort það eru karlar, konur eða börn sem hann er að stýra.
Fyrir utan gífurlega reynslu úr íþróttum þá er hann með framúrskarandi menntun í starfið.
• Stúdent af íþróttabraut, framhaldskólinn á Laugum.
• Íþróttafræði frá háskóla á N-Sjálandi.
• B.s í viðskiptafræði, frá Bifröst.
• Diploma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ.
• Meistarapróf í skattarétti og reikningshaldi frá lagadeild HÍ.
Sævar hefur hæfileika, menntun og þekkingu til að vera fyrirmyndar formaður KSÍ.
Í gær birtist grein á DV með fyrirsögninni „Áhrifafólki í fótboltanum blöskrar orðræðan í garð Sævars“. Ég er sammála því að þetta er ódýr taktík en að sama skapi vil ég segja við bróður minn: „Mundu bróðir, að þetta kallast velgengnisskattur.“
Og að lokum:
Sævar er betri en ég í öllum íþróttum, en ég mala hann alltaf í Trivial.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Casemiro skaut Brasilíu í 16 liða úrslit með glæsilegu marki

Casemiro skaut Brasilíu í 16 liða úrslit með glæsilegu marki
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ auglýsir eftir leyfisstjóra

KSÍ auglýsir eftir leyfisstjóra
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ gefur út yfirlýsingu eftir fréttir dagsins – „Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf“

KSÍ gefur út yfirlýsingu eftir fréttir dagsins – „Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir fréttamann RÚV hafa beitt „Auðuns Blöndal-trixinu“ í setti

Segir fréttamann RÚV hafa beitt „Auðuns Blöndal-trixinu“ í setti
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

HM-hlaðvarpið: Bono er horfinn og Gunni Birgis öðlast heimsfrægð

HM-hlaðvarpið: Bono er horfinn og Gunni Birgis öðlast heimsfrægð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hent úr hópnum af afar furðulegri ástæðu

Hent úr hópnum af afar furðulegri ástæðu