fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
433Sport

Enski boltinn: Tottenham valtaði yfir Leeds

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 26. febrúar 2022 14:31

Harry Kane / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leeds tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með öruggum sigri Tottenham.

Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og braut Matt Doherty ísinn strax á 10. mínútu leiksins. Dejan Kulusevski tvöfaldaði forystuna aðeins fimm mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Matt Doherty. Veislan í fyrri hálfleik hélt áfram og skoraði Harry Kane þriðja markið á 27. mínútu eftir soðsendingu frá Pierre-Emile Hojbjerg. Tottenham leiddi 3-0 er flautað var til hálfleiks.

Seinni hálfleikur var aðeins rólegri en bæði lið áttu þó sín tækifæri. Heung-Min Son skoraði fjórða markið á 85. mínútu eftir stoðsendingu frá Harry Kane. Þetta reyndist lokamark leiksins og 0-4 sigur Tottenham því niðurstaðan.

Tottenham er í 7. sæti deildarinnar með 42 stig en Leeds er í 15. sæti deildarinnar með 23 stig.

Leeds 0 – 4 Tottenham
0-1 Matt Doherty (´10)
0-2 Dejan Kulusevski (´15)
0-3 Harry Kane (´27)
0-4 Heung-Min son (´85)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Casemiro skaut Brasilíu í 16 liða úrslit með glæsilegu marki

Casemiro skaut Brasilíu í 16 liða úrslit með glæsilegu marki
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ auglýsir eftir leyfisstjóra

KSÍ auglýsir eftir leyfisstjóra
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

KSÍ gefur út yfirlýsingu eftir fréttir dagsins – „Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf“

KSÍ gefur út yfirlýsingu eftir fréttir dagsins – „Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir fréttamann RÚV hafa beitt „Auðuns Blöndal-trixinu“ í setti

Segir fréttamann RÚV hafa beitt „Auðuns Blöndal-trixinu“ í setti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

HM-hlaðvarpið: Bono er horfinn og Gunni Birgis öðlast heimsfrægð

HM-hlaðvarpið: Bono er horfinn og Gunni Birgis öðlast heimsfrægð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hent úr hópnum af afar furðulegri ástæðu

Hent úr hópnum af afar furðulegri ástæðu