fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
433Sport

Enski boltinn: Markalaust á Old Trafford – Eriksen sneri aftur í tapi gegn Newcastle

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 26. febrúar 2022 16:56

Christian Eriksen sneri aftur í dag / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni rétt í þessu.

Manchester United tók á móti Watford á Old Trafford. Heimamenn voru betra liðið í fyrri hálfleik og áttu nokkur hættuleg færi en Bruno Fernandes fékk meðal annars dauðafæri í fyrri hálfleik. Markalaust var er flautað var til hálfleiks. Hvorugt liðið náði að koma boltanum í netið en Manchester United átti 22 skot að marki í dag.

Á sama tíma tók Crystal Palace á móti Burnley. Jeffrey Schlupp kom heimamönnum yfir strax á 9. mínútu eftir stoðsendingu frá Michael Olise. Luka Milivojevic varð fyrir því óláni snemma á fyrstu mínútu seinni hálfleiks að skora sjálfsmark og jafna fyrir Burnley og reyndist það lokamark leiksins.

Loks tók Brentford á móti Newcastle og unnu gestirnir nokkuð þægilegan sigur. Joshua Dasilva fékk beint rautt spjald strax á 11. mínútu og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Newcastle. Joelinton skoraði fyrsta markið á 33. mínútu og Joseph Willock tvöfaldaði forystuna á 44. mínútu. Cristian Eriksen kom inn við mikinn fögnuð á á 52. mínútu í sínu fyrsta leik frá því að hann fór í hjartastopp í leik með Danmörku á EM í sumar

Manchester United 0 – 0 Watford

Crystal Palace 1 – 1 Burnley
1-0 Jeffrey Schlupp (´9)
1-1 Luka Milivojevic sjálfsmark (´46)

Brentford 0 – 2 Newcastle
0-1 Joelinton (´33)
0-2 Joseph Willock (´44)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Casemiro skaut Brasilíu í 16 liða úrslit með glæsilegu marki

Casemiro skaut Brasilíu í 16 liða úrslit með glæsilegu marki
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ auglýsir eftir leyfisstjóra

KSÍ auglýsir eftir leyfisstjóra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ gefur út yfirlýsingu eftir fréttir dagsins – „Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf“

KSÍ gefur út yfirlýsingu eftir fréttir dagsins – „Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir fréttamann RÚV hafa beitt „Auðuns Blöndal-trixinu“ í setti

Segir fréttamann RÚV hafa beitt „Auðuns Blöndal-trixinu“ í setti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

HM-hlaðvarpið: Bono er horfinn og Gunni Birgis öðlast heimsfrægð

HM-hlaðvarpið: Bono er horfinn og Gunni Birgis öðlast heimsfrægð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hent úr hópnum af afar furðulegri ástæðu

Hent úr hópnum af afar furðulegri ástæðu