fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
433Sport

Meistaradeildin: Elanga tryggði Man Utd jafntefli – Haller skoraði fyrir bæði lið

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 21:54

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atletico Madrid og Manchester United mættust í stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikið var í Madríd.

Atletico byrjaði leikinn mjög vel og komst yfir strax á 7. mínútu leiksins. Þá átti Renan Lodi frábæra fyrirgjöf á Joao Felix sem flugskallaði boltann í stöngina og inn.

Man Utd var mun meira með boltann en átti erfitt með að skapa sér færi. Heimamenn voru raunar nær því að bæta við undir lok fyrri hálfleiks þegar boltinn fór af Victor Lindelof og í slána.

Gestirnir mættu öflugir til leiks í seinni hálfleik og skilaði það sér með jöfnunarmarki hins unga Anthony Elanga á 80. mínútu. Bruno Fernandes renndi boltanum þá inn fyrir á Svíann sem skoraði.

Jafnt í Portúgal

Þá tók fékk Benfica Ajax í heimsókn til Portúgal.

Dusan Tadic kom gestunum yfir á 18. mínútu. Átta mínútum síðar var staðan þó orðin jöfn þegar Sebastien Haller setti boltann í eigið net.

Á 29. mínútu setti Haller boltann hins vegar í rétt mark og kom Hollendingunum aftur yfir.

Forysta Ajax lifði þar til á 72. mínútu þegar Roman Yaremchuk jafnaði fyrir Benfica.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“
433Sport
Í gær

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið
433Sport
Í gær

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“
433Sport
Í gær

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“
433Sport
Í gær

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United