fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Furðulegt atvik á Emirates í gær útskýrt – Rangtúlkað af fjölmiðlum

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 20. febrúar 2022 12:03

Granit Xhaka. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaya Kaynak, blaðamaður á football.london, hefur útskýrt hvað átti sér stað þegar Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, virtist neita að taka við fyrirliðabandinu hjá liðinu í gær. Hann segir að fjölmiðlar hafi rangtúlkað atvikið.

Eddie Nketiah kom inn á sem varamaður fyrir Alexandre Laczette, fyrirliða Arsenal, á 84. mínútu í 2-1 sigri gegn Brentford í gær. Sá síðarnefndi rétti honum fyrirliðabandið. Nketiah reyndi svo að koma því á Xhaka en hann virtist neita að taka við því. Svo fór að lokum að Nketiah rétti Kieran Tierney bandið.

,,Svo það sé á hreinu þá vildi Lacazette koma bandinu á Tierney. Hann var að undirbúa sig undir að taka innkast og heyrði ekki þegar Lacazette kallaði,“ skrifaði Kaynak á Twitter.

Hann hélt áfram. ,,Þess vegna rétti Lacazette Eddie (Nketiah) bandið og átti hann að rétta Tierney það. Nketiah hafði hins vegar verið sagt að halda stöðu (frammi). Nketiah ætlaði því að rétta Xhaka bandið og átti hann að rétta Tierney það. Þá var leikurinn hins vegar að fara af staða og Xhaka sagði Nketiah að hafa það áfram. Þetta snerist ekki um að Xhaka vildi ekki taka ábyrgð.“

Xhaka var eitt sinn fyrirliði Arsenal en hann missti bandið árið 2019 eftir að hafa átt í útistöðum við stuðningsmenn félagsins. Síðan þá hefur hann þó nokkrum sinnum borið bandið þrátt fyrir að vera ekki aðalfyrirliði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls