fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Horfa öfundaraugum á strákana á Hlíðarenda – „Við tölum um þetta sem small dick energy“

433
Laugardaginn 19. febrúar 2022 22:00

Úr þættinum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um pressuna sem er kominn á Val að vinna allt sem í boði er í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó, sem sýndur var á Hringbraut á föstudag. Valsmenn hafa styrkt sig mikið og eru komnir með ógnarsterkt lið.

Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari, spurningahöfundur Gettu Betur og Valsari, segir að krafan um árangur sé ekki ný af nálinni á Hlíðarenda. „Ég skal viðurkenna að eftir nýjustu styrkingu er þetta farið að líta vel út. Það kæmi ekkert á óvart ef okkur yrði spáð titlinum en mér finnst mikið af liðum líta vel út og Valsmenn ekkert afgerandi í umræðunni.“

Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, segir að hann hafi ekki verið hrifinn af því að hlusta á önnur lið gráta það að Hólmar Örn Eyjólfsson hafi valið að fara í Val. „Ég var eiginlega pínulítið pirraður að hlusta á FH-inga væla og skæla að Valur ætti mesta peninginn og enginn vildi fara í Hafnarfjörðinn.

„Blikar voru á höttunum eftir Aroni Jóh fyrir áramót og hann valdi líka Val og þá allt í einu gat hann ekki neitt. Við tölum um þetta sem small dick energy. Þessi orka sem beinist að Val eru frábær tíðindi fyrir Heimi og Valsliðið.“

Nánari umræðu má sjá hér fyrir ofan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Leikmenn Arsenal í rusli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit