fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Fyrrum leikmaður Man Utd segir Roy Keane hafa eyðilagt möguleika félagsins á að fá Haaland

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 19. febrúar 2022 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United, telur ólíklegt að Erling Braut Haaland gangi til lið við félagið í sumar vegna tæklingu sem faðir hans, Alf-Inge Haaland, varð fyrir á Old Trafford á leikmannaferli sínum.

Það var árið 2001 sem Roy Keane tæklaði Alf-Inge svo illa að hann sleit krossband. Keane fékk átta leikja bann og risasekt fyrir athæfið.

Það þykir næsta víst að Haaland fari frá Dortmund í stærra félag í sumar. Ince segir þó að hann endi ekki hjá Man Utd. ,,Þú verður að horfa aftur til atviksins milli pabba hans og Roy Keane. Það gerðist á Old Trafford. Mun hann fara til Manchester United eftir það? Ég sé það ekki gerast,“ sagði ince.

Hann bætti svo við að nái Man Utd ekki að komast í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð sé vonin um að fá Haaland engin. ,,Ef það er engin Meistaradeild munu leikmenn eins og Haaland ekki fara á Old Trafford.“

Haaland hefur til að mynda verið orðaður við spænsku risanna Barcelona og Real Madrid. Þá hefur Manchester City verið nefnt til sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Hartman í Val