fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Enski boltinn: Ótrúleg dramatík er Tottenham lagði meistarana – Tvö mörk í uppbótartíma

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 19. febrúar 2022 19:29

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City tók á móti Tottenham í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Dejan Kulusevski kom gestunum yfir strax á 4. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Heung-Min Son.

Kulusevski skorar. Mynd/Getty

Spurs hélt meisturunum svo í skefjum þar til á 33. mínútu. Þá skoraði Ilkay Gundogan eftir mistök frá Hugo Lloris í marki Tottenham.

Man City jafnar á 33. mínútu. Mynd/Getty

Staðan í hálfleik var 1-1.

Eftir tæpan klukkutíma leik tóku gestirnir forystuna á ný með marki frá Harry Kane. Hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Son.

Þegar stundarfjórðungur lifði leiks hélt Kane svo að hann væri að klára leikinn fyrir Tottenham er hann kom boltanum í netið. Kulusevski var hins vegar, með hjálp myndbandsdómgæslu, dæmdur rangstæður í aðdragandanum.

Í uppbótartíma fékk Man City vítaspyrnu. Bernanrdo Silva setti boltann þá í höndina á Cristian Romero. Eftir að hafa kíkt í skjáinn dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu. Riyad Mahrez fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Það stefndi í grátlega niðurstöðu fyrir Tottenham úr því sem komið var en þá tók Kane til sinna ráða og skoraði sigurmark leiksins með skalla eftir sendingu frá Kulusevski.

Harry Kane skorar sigurmarkið. Mynd/Getty

Man City sótti síðustu andartök uppbótartímans en tókst ekki að skora. Lokatölur óvæntur 2-3 sigur Spurs.

Tottenham er í sjöunda sæti deildarinnar með 39 stig. Man City er á toppnum með 63 stig, 6 stigum á undan Liverpool sem á þó leik til góða. Titilbaráttan er því hvergi nærri búin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls