fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Enski Boltinn: Liverpool sneri leiknum við – Arsenal og Chelsea með sigra

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 19. febrúar 2022 17:07

. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool 3-1 Norwich
Liverpool tók á móti Norwich á Anfield.

Fyrri hálfleikur var fjörugur á báða bóga en tókst hvorugu liðinu að koma boltanum í markið.

Snemma í fyrri hálfleik kom Milot Rashica nýliðunum hins vegar yfir. Liverpool bætti hins vegar við pressuna fram á við og á 64. mínútu jafnaði Sadio Mane leikinn fyrir heimamenn. Markið skoraði hann með ansi fallegri bakfallsspyrnu.

Skömmu síðar var Mohamed Salah búinn að koma Liverpool yfir. Eftir sendingu frá Allison fór hann framhjá Angus Gunn í marki Norwich og kom boltanum í netið. Luis Diaz innsiglaði 3-1 sigur Liverpool með sínu fyrsta marki fyrir félagið á 81. mínútu.

Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með 57 stig, 6 stigum á eftir Manchester City. Norwich er á botninum með 17 stig.

Arsenal 2-1 Brentford
Arsenal tók á móti Brentford á Emirates-leikvanginum.

Heimamenn stýrðu leiknum nánanst allar 90 mínúturnar. Þeim tókst þó ekki að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik. Þá vildi Arsenal fá að minnsta kosti eina vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum en allt kom fyrir ekki.

Það var hins vegar ekki langt liðið af seinni hálfleiknum þegar Emile Smith-Rowe kom knettinum í netið með góðu skoti eftir frábært einstaklingsframtak. Bukayo Saka bætti svo við marki með frábæru skoti þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks.

Brentford minnkaði muninn með marki Christian Norgaard í uppbótartíma. Lokatölur 2-1.

Arsenal er í sjötta sæti deildarinnar með 42 stig en á þó leiki til góða á liðin fyrir ofan. Brentford er í fjórtánda sæti með 24 stig.

Mynd/Getty

Crystal Palace 0-1 Chelsea
Chelsea heimsótti Crystal Palace.

Liðið vann afar nauman sigur með marki Hakim Ziyech á 89. mínútu.

Chelsea er í þriðja sæti deildarinnar með 50 stig. Palace er í þrettánda sæti með 26 stig.

Hakim Ziyech fagnar marki sínu. Mynd/Getty

Southampton 2-0 Everton
Southampton tók á móti Everton.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en snemma í þeim seinni kom Stuart Armstrong heimamönnum yfir. Shane Long bætti við öðru marki og innsiglaði 2-0 sigur Southampton á 84. mínútu.

Southampton er í tíunda sæti deildarinnar með 32 stig. Everton er í sextánda sæti með 22 stig.

Brighton 0-3 Burnley
Burnley heimsótti Brighton og vann ansi þægilegan sigur.

Wout Weghorst, nýr leikmaður Burnley, skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu. Skömmu fyrir leikhlé lagði hann upp annað mark á Josh Brownhill.

Aaron Lennon gulltryggði svo sigur Burnley á 69. mínútu. Lokatölur 0-3.

Burnley er í næstneðsta sæti deildarinnar með 17 stig. Brighton er í níunda sæti með 33 stig.

Aston Villa 0-1 Watford
Þá vann Watford 0-1 sigur á Aston Villa með marki frá Emmanuel Dennis á 79. mínútu.

Watford er í átjánda sæti deildarinnar með 18 stig. Villa er í tólfta sæti með 27 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Í gær

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins
433Sport
Í gær

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn