Marcus Rashford var hetja Manchester United er liðið vann Wolves í fyrsta leik dagsins á Englandi.
Rashford byrjaði á bekknum eftir að hafa brotið agareglur Erik Ten Hag en kom inn í hálfleik.
United fékk nokkur góð færi í leiknum en tókst ekki að nýta þau fyrr en Rashford skoraði eina mark leiksins á 76 mínútu.
Hann skoraði aftur nokkrum mínútum síðar en VAR tók markið af þar sem boltinn kom við hönd framherjans.
Sigurinn kemur United upp í fjórða sætið í deildinni en Tottenham getur komist aftur upp fyrir liðið á morgun.