Minningarorð og samúðarkveðjur hrannast nú inn á veraldarvefnum í kjölfar andláts brasilísku knattspyrnugoðsagnarinnar Pelé sem lést á fimmtudaginn, 82 ára gamall, eftir langvinn veikindi.
Péle er að margra mati einn sá allra besti í sögunni til þess að leika listir sínar á knattspyrnuvellinum og Nick Harris hjá SportingIntel setti í morgun inn áhugaverða færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann setur umræðuna um það hver sér besti knattspyrnumaður sögunnar í samhengi við Pelé.
„Fólk mun alltaf hafa sína persónulegu skoðun á því hver sé sá besti í sögunni. Hvort sem það er George Best, Messi, Cristiano Ronaldo, upprunalegi Ronaldo, Maradona, Cruyff eða Zidane, Eusebio og svo mætti áfram telja. Allt í góðu með það en horfið á þetta: Pelé gerði þetta fyrstur,“ skrifar Nick í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter og birti með athyglisvert myndband sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan.
Your own GOAT will always be yours, whether Best or Messi, CR7 or the original Ronaldo, or Maradona, or Cruyff or Zidane, or Eusebio or so many more. Fair enough. But do watch this: Pelé did it first.pic.twitter.com/2xNczok5uP
— Nick Harris (@sportingintel) December 30, 2022