Það er hörkuleikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er lið Brighton tekur á móti Arsenal.
Arsenal hefur verið besta lið Englands á þessu tímabili og hefur aðeins tapað einum leik og ert eitt jafntefli í 15 leikjum.
Brighton er þó til alls líklegt á heimavelli og er með 24 stig eftir 15 umferðir og með þrjá sigra í síðustu fimm leikjum sínum.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Brighton: Sanchez, Dunk, Colwill, Estupinan, Gilmour, Gross, Lamptey, Lallana, Mitoma, Trossard, March
Arsenal: Ramsdale, White, Saliba, Gabriel, Zinchenko, Partey, Xhaka, Odegaard, Saka, Martinelli, Nketiah