Jude Bellingham, undrabarn Dortmund, er leikmaður ársins ef þú spyrð goðsögnina Philipp Lahm.
Lahm gerði garðinn frægan með Bayern Munchen sem og þýska landsliðinu en skórnir eru komnir á hilluna.
Að mati Lahm er Bellingham leikmaður ársins 2022 en hann mun líklega semja við lið í heimalandinu, Englandi, á næsta ári.
Bellingham spilar í dag með Dortmund í Þýskalandi og var mikilvægur hluti af enska landsliðinu á HM í Katar.
,,Það er alltaf erfitt að nefna leuikmann ársins. Á þessu ári, auðvitað þarf heimsmeistaramótið að spila rullu,“ sagði Lahm.
,,Ef ég þyrfti að velja einn þá myndi ég segja Jude Bellingham sem hefur þroskast svo mikið, hann er svo mikilvægur fyrir Dortmund.“
,,Ég get líka nefnt Jamal Musiala, sérstaklega á þessu tímabili þar sem hann hefur verið mikilvægur í næstum öllum leikjum Bayern. Hann var líka góður á HM.“