Real Madrid er að undirbúa meira en hundrað milljóna evra tilboð í Jude Bellingham.
Það er ESPN sem segir frá þessu.
Miðjumaðurinn er einn mest spennandi leikmaður heims um þessar mundir. Hann er aðeins nítján ára gamall.
Þessa stundina er Bellingham á mála hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi. Það þykir þó næsta víst að hann fari næsta sumar.
Hann átti frábært Heimsmeistaramót í Katar og í kjölfarið jókst áhuginn á honum enn meira.
Bellingham hefur verið sterklega orðaður við Liverpool einnig.
Nú virðist Real Madrid hins vegar ætla að taka skrefið og bjóða í hann.