Cristiano Ronaldo er orðinn leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Þetta var staðfest í kvöld.
Kappinn, sem er 37 ára gamall, kemur á frjálsri sölu og skrifar til samning til 2025.
Samningi Ronaldo við Manchester United var rift á dögunum. Hann hafði farið í umdeilt viðtal við Piers Morgan sem leiddi til þess að ekki var aftur snúið á Old Trafford.
„Ég er mjög spenntur fyrir nýrri reynslu í nýrri deild og nýju landi. Sýn Al-Nassr veitir mér mikinn innblástur,“ segir Ronaldo um skiptin til Al-Nassr.
Ronaldo hlakkar til komandi áskoranna í Mið-Austrinu.
„Ég er mjög spenntur fyrir því að hitta liðsfélaga mína og að hjálpa þeim að ná meiri árangri.“