Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, neitar að segja það að Lionel Messi sé besti leikmaður sögunnar.
Messi er af mörgum talinn sá besti frá upphafi en hann vann loksins HM í fyrsta sinn með Argentínu í Katar á dögunum.
Messi lék lengi með Barcelona og nú með Paris Saint-Germain en hann hefur unnið allt sem er í boði á sínum ferli.
Ancelotti er þó ekki á því máli að það sé auðvelt að segja til um besta leikmann sögunnar og vill ekki nefna Messi á nafn.
,,Það er erfitt að segja til um þetta. Hann er frábær fótboltamaður,“ sagði Ancelotti á blaðamannafundi.
,,Hann hefur átt stórkostlegan feril en er hann sá besti í sögunni? Ég veit það ekki því á þessari öld hafa margir mikilvægir leikmenn spilað leikinn.“
,,Að segja að hann sé sá besti í sögunni er eitthvað sem ég mun aldrei segja.“