Lionel Messi fagnar enn heimsmeistaratitli sínum með argentíska landsliðinu.
Eins og flestum er kunnugt nú vann Argentína HM í Katar eftir svakalegan úrslitaleik við Frakkland.
Síðan þá hafa leikmenn liðsins margir hverjir fagnað vel og lengi, Messi þeirra á meðal.
Hann leigði sal í Rosario í heimalandinu og bauð fjölskyldu, vinum og liðsfélögum. Þetta er einmitt sami staður og Messi og eiginkona hans Antonella giftu sig.
Messi heldur ekki aftur til félagsliðs síns, Paris Saint-Germain, fyrr en eftir áramót.
Leikmenn á borð við Angel Di Maria og Leandro Parades voru staddir í veislu Messi.
Faðir hans, Jorge, birti myndir á Instagram-reikningi sínum.