Paul Pogba hefur svarað reiðum stuðningsmönnum Juventus vegna færslu hans á dögunum.
Franski miðjumaðurinn sneri aftur til ítalska stórveldisins í sumar, sex árum eftir að hafa farið á frjálsri sölu til Manchester United.
Pogba hefur hins vegar ekki enn getað spilað leik vegna meiðsla á læri.
Hann birti svo mynd af sér á dögunum, að því er virtist á skíðum.
Margir stuðningsmenn lýstu yfir óánægju með það. Þeir furðuðu sig á því að leikmaðurinn sé nógu hraustur til að skíða þegar hann getur ekki spilað fótbolta með Juventus og að hann taki þá áhættu.
Í nýrri færslu sýnir Pogba hins vegar að hann hafi ekki verið á skíðum. Þar þykist hann hins vegar gera það í fyndnu myndbandi.
„Þetta er ég að skíða, fyrir ykkur sem voruð að velta því fyrir ykkur,“ skrifar hann með færslunni.