fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Ísak tjáði sig um færslu sína sem var á allra vörum í fyrra – „Það var ekki bara þetta augnablik“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. desember 2022 13:07

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson mætti í hlaðvarpsþáttinn Chess After Dark þar sem farið var yfir víðan völl.

Þar var til að mynda rifjuð upp færsla Ísaks um Helga Mikael Jónasson á Instagram sumarið 2021. Miðjumaðurinn var að horfa á leik ÍA og Víkings en hann er mikill stuðningsmaður fyrrnefnda liðsins og alinn upp þar.

Víkingur fékk víti í blálokin og vann leikinn.

„Trúðalestin enn og aftur. Hvenær á þessi gæi að hætta að dæma í efstu deild,“ skrifaði Ísak á sínum tíma.

„Hann elskar athyglina. Það eru ekki allir mættir að horfa á þig Helgi Mikael. Þið eruð flottir. Rosa flottir. Til hamingju núna fáið þið athygli. Það sem þið vilduð,“ skrifaði reiður Ísak.

Kappinn hefur þó jafnað sig í dag.

„Mér fannst svolítið verið að hjálpa stóru liðunum, flauta okkur niður. Það var ekki bara þetta augnablik það voru mörg önnur á tímabilinu. Umræðan var þannig að ÍA væri að fara að falla, Víkingur eða Breiðablik að vinna og ÍA væri bara litla liðið,“ segir Ísak í Chess After Dark.

„Helgi Mikael er flottur dómari og dæmdi hjá okkur í Sambandsdeildinni. Við tókumst í hendur og málið leyst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Í gær

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust