Kylian Mbappe hefur ekkert nema gott að segja um Lionel Messi. Ekkert breyttist á milli þeirra félaga með svakalegum úrslitaleik Frakklands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Argentína varð heimsmeistari eftir sigur á Frökkum í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
Mbappe skoraði þrennu fyrir Frakka í leiknum en Messi tvö fyrir Argentínu.
„Ég talaði við Messi eftir leikinn og óskaði honum til hamingju. Þetta var stund lífs hans,“ segir Mbappe.
Eins og flestir vita eru þeir liðsfélagar hjá franska stórveldinu Paris Saint-Germain. Messi er hins vegar enn í fríi eftir að hafa fagnað heimsmeistaratitlinum með argentíska liðinu.
„Við munum bíða eftir Leo, eftir því að vinna leiki og skora mörk á ný,“ segir Mbappe um vin sinn og liðsfélaga.