Reece James verður frá í allt að mánuð eftir að hafa meiðst í leik Chelsea gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.
Bæði hann og félag hans Chelsea staðfesta þetta.
James hefur verið að glíma við meiðsli á hné. Sáu þau til að kappinn fór ekki á Heimsmeistaramótið í Katar með enska landsliðinu.
Hann opnaði sig um erfiðleika á þessu ári vegna meiðsla í gær.
„2022 hefur verið mitt erfiðasta ár hingað til,“ skrifaði James á samfélagsmiðla.
„Mig langar bara að þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn. Ég tek svo sannarlega eftir honum.
Þetta hefur haft áhrif á mig andlega. Ég er að reyna að vinna með þau spil sem mér hafa verið gefin.“