fbpx
Fimmtudagur 02.febrúar 2023
433Sport

Tjáir sig loks um alla orðróma síðustu mánaða

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 2. desember 2022 10:00

Gvardiol.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Josko Gvardiol hefur heillað undanfarna mánuði. Ekki hefur áhuginn á honum minnkað á Heimsmeistaramótinu í Katar sem nú stendur yfir. Þar leikur hann með króatíska landsliðinu.

Þessi tvítugi miðvörður er á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi og gerði hann þar langtíma samning.

Það er þó talið að það hafi aðeins verið til að tryggja Leipzig sterkari stöðu í viðræðum við önnur félög um leikmanninn.

Gvardiol hefur einna helst verið orðaður við Chelsea og var um tíma útlit fyrir að hann færi hreinlega þangað undir lok síðasta sumars.

Það gæti enn farið svo að kappinn endi á Stamford Bridge.

„Kannski fer ég þangað einn daginn,“ segir Gvardiol í samtali við The Athletic.

Gvardiol lék allan leikinn fyrir Króata í markalausu jafntefli gegn Belgum í gær, þar sem liðið tryggði sér  sæti í 16-liða úrslitum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leikmaður Arsenal tók fram úr Neymar og Mbappe

Leikmaður Arsenal tók fram úr Neymar og Mbappe
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kveðst hafa nýtt hlutverk fyrir Sancho sem var að snúa aftur

Kveðst hafa nýtt hlutverk fyrir Sancho sem var að snúa aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað: Vinurinn kastaði köku í frægan gest – Þeir hefðu aldrei getað séð viðbrögð hans fyrir

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað: Vinurinn kastaði köku í frægan gest – Þeir hefðu aldrei getað séð viðbrögð hans fyrir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Snorri velur hóp til æfinga

Davíð Snorri velur hóp til æfinga
433Sport
Í gær

Eru gjörsamlega brjálaðir út í þá fyrir vinnubrögðin í gær

Eru gjörsamlega brjálaðir út í þá fyrir vinnubrögðin í gær
433Sport
Í gær

Þrjár mögulegar útgáfur af byrjunarliði Manchester United eftir komu Sabitzer

Þrjár mögulegar útgáfur af byrjunarliði Manchester United eftir komu Sabitzer