Ummæli Roy Keane vöktu mikla athygli í gær eftir leik Englands við Frakkland í 8-liða úrslitum HM.
Keane vill meina að Jordan Pickford, markmaður Englands, hefði átt að verja skot Aurelien Tchouameni sem skoraði fyrsta mark leiksins.
Keane fékk marga stuðningsmenn Englands á sitt band með ummælunum en margir voru einnig ósammála.
Tchouameni kom Frökkum í 1-0 með frábæru skoti en þeir frönsku unnu leikinn að lokum 2-1.
Keane telur að Pickford hafi átt að gera betur á línunni og að aðrir markmenn hefðu ráðið við skotið.
,,Þetta var frábært skot en getur markmaðurinn gert betur? Já ég er á því máli,“ sagði Keane.