Reece Ford er ekki nafn sem margir kannast við en hann er Englendingur og hefur komið fram í þættinum Love Island.
Love Island er afar vinsæll þáttur og þá sérrstaklega í Bretlandi en þar reynir ungt fólk að finna ástina.
Ford hefur fundið sér annað verkefni eftir að hans tíma þar lauk og starfar sem ‘tvífari’ Kylian Mbappe, stjörnu Frakklands.
Ford þykir vera nokkuð líkur Mbappe sem er einn besti knattspyrnumaður heims og leikur með Paris Saint-Germain.
Margir hafa tjáð sína skoðun og segja að Ford sé einfaldlega ekkert líkur Mbappe en dæmi hver fyrir sig.
,,Margir segja mér að ég sé líkur Mbappe og ég fékk draumastarfið í að leika tvífara hans fyrir Nike sem kynnti til leiks nýja skó,“ sagði Ford.
,,Svo í maí á þessu ári þá var ég ráðinn til að frumsýna nýjustu keppnistreyju Frakklands fyrir HM í Katar.“
Myndir af þeim má sjá hér fyrir neðan.