Markmaðurinn Matt Turner ætti að leita sér að nýju félagi í janúar að sögn Brad Friedel, goðsögn í ensku úrvalsdeildinni.
Friedel er fyrrum markmaður bandaríska landsliðsins, staða sem Turner leysir i dag en hann stóð sig með prýði á HM í Katar.
Bandaríkin eru úr leik á HM en Turner er á mála hjá Arsenal á Englandi og fær lítið að spila þar eftir að hafa komið í sumar.
,,Ef Chelsea getur ekki notað Christian Pulisic þá ætti hann að færa sig annað því hann er nógu góður til að fá að spila,“ sagði Friedel.
,,Ég er á sömu skoðun þegar kemur að Matt Turner, hann á ekki að vera á varamannabekk Arsenal en ég er þó ekki að segja að Mikel Arteta eigi að byrja honum yfir Aaron Ramsdale.“
,,Ég er bara að segja að hann er of góður til að vera ekki að spila fótbolta svo hann ætti að finna sér annað lið.“