Kieran Trippier mun spila gegn einum besta vini sínum í dag er England mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum HM.
Trippier segir sjálfur frá þessu en hann mun þarna mæta Antoine Griezmann, fyrrum liðsfélaga sínum hjá Atletico Madrid.
Trippier hefur yfirgefið Spán og spilar nú með Newcastle en Griezmann var besti vinur hans er hann bjó erlendis.
,,Við bjuggum á sama stað og eyddum miklum tíma saman utan vallar,“ sagði Trippier.
,,Við vorum eins og ein stór fjölskylda. Hann hjálpaði mér mikið með tungumálið og var mér mjög mikilvægur.“
,,Þetta var frábær tími ef ég á að vera hreinskilinn, við kláruðum æfingu 11:30, sólin var sjáanleg og við vorum að grilla saman. Hvað meira geturðu beðið um?“