Cristiano Ronaldo tjáði Erik ten Hag að hann vildi spila með Manchester United á þessu tímabili.
Ten Hag greinir sjálfur frá þessu en Ronaldo hefur yfirgefið Man Utd og er fáanlegur á frjálsri sölu.
Ronaldo fór í mjög umdeilt viðtal við Piers Morgan og sagðist til að mynda bera enga virðingu fyrir Ten Hag sem tók við í sumar.
Ten Hag virðist ekki hafa verið á sömu blaðsíðu og Ronaldo en þeir áttu stutt samtal áður en deildin hófst á Englandi.
,,Í sumar þá ræddum við saman einu sinni. Hann kom að mér og sagðist ætla að segja mér hvort hann væri á förum eða ekki eftir viku,“ sagði Ten Hag.
,,Hann kom síðar að mér og sagðist vilja vera áfram. Fyrir viðtalið þá hafði ég ekki heyrt meira en það.“