Roy Keane, goðsögn Manchester United, lenti í veseni er hann starfaði fyrir sjónvarpsstöðina ITV á HM í Katar.
Keane er nú farinn heim til Englands en hann setti sér markmið að eyða aðeins 50 pundum á viku á meðan hann var erlendis.
Keane starfaði þar með Gary Neville og fjallaði um vandræðalegt atvik í samtali við kollega sinn.
Það ætti að vera nóg til hjá Keane sem var atvinnumaður í langan tíma og hefur starfað í sjónvarpi undanfarin ár.
Keane lenti í því að korti hans var hafnað í Katar, eitthvað sem hann hefur væntanlega ekki lent í oft í gegnum tíðina.
Keane reyndi að kaupa morgunkorn fyrir bæði hann og Neville þegar kortinu var hafnað sem gerði söguna ansi skondna.
,,Ég eyddi víst of miklu, ég átti að geta eytt 50 pundum daglega hérna,“ sagði Keane við Neville sem skellihló.
,,Þegar kortinu þínu er hafnað þá er það ansi vandræðalegt, er það ekki?“