fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Gunnar bendir á félagana tvo sem oft vilja gleymast á RÚV – „Líklegra að það smiti út frá sér“

433
Laugardaginn 10. desember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó, ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl.

Gunnar fór meðal annars yfir undirbúning sinn fyrir lýsingar á leikjum HM og varpaði ljósi á þann góða anda sem ríkir í hópi lýsenda RÚV í kringum mótið.

,,Ég hef reynt að temja mér það að vera mættur á svæðið svona einum og hálfum klukkutíma fyrir útsendingu,“ sagði Gunnar aðspurður hvernig hann hagar undirbúningi sínum fyrir lýsingar á leikjum HM í Katar.

,,Partur af því að skila einhverri ástríðu í gegnum sjónvarpið heim í stofu er að setja sig sjálfan inn í leikinn. Ef þú hefur áhuga á því sem þú ert að fjalla um þá er líklegra að það smiti út frá sér.“

Hörður Snævar tók þá boltann á lofti og sagði lýsendur RÚV hafa staðið sig með prýði á mótinu, að sama skapi hafi umfjöllun RÚV verið góð.

,,Mest öll umfjöllun RÚV í kringum þetta mót hefur verið góð. Maður saknar aðeins co-arans í lýsingunum og af því að maður er fótbolta fíkill, þá hefði verið gaman að sjá sérfræðingana fara meira á dýptina í leikgreiningunum í setti.“

Lýsingarnar hafi verið geggjaðar til þessa.

,,Gunnar hefur komið frábærlega inn í þetta og svo má alveg hrósa Herði Magnússyni aðeins meira. Maður var hálfpartinn farinn að gleyma kallinum þó hann hafi verið í kringum Meistaradeild Evrópu hjá Viaplay. Þjóðin er að uppgötva sinn gamla mann aftur.“

Gunnar tók undir það og hrósaði um leið restinni af lýsendateymi RÚV í kringum HM, þeim Einari Erni Jónssyni og Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni.

,,Menn virðast pæla mjög mikið í því hver er að lýsa hvaða leik og hvernig hann gerir það. Við höfum allir fjórir mjög mismunandi stíla.

Þorkell og Einar eru mjög miklir íslensku menn og ég hef lært alveg gífurlega mikið af þeim.“

Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Elís missir af lokaleik Víkings

Aron Elís missir af lokaleik Víkings
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær