Sergio Aguero, goðsögn Argentínu, var allt annað en sáttur í gær er hann horfði á leik liðsins við Holland á HM.
Argentína er komið í undanúrslit mótsins en liðið vann Holland í vítaspyrnukeppni eftir spennandi leik.
Eins og aðrir hafa gert þá gagnrýndi Aguero dómara leiksins, Antonio Mateu Lahoz.
,,Hversu mikið elskar þessi dómari athygli? Guð minn góður,“ skrifaði Aguero á Twitter síðu sína er hann sá leikinn.
Dómgæsla Lahoz þótti ekki vera til fyrirmyndar en tíu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma þar sem Hollendingar jöfnuðu metin.
Það kom þó ekki að sök að lokum en Argentínumenn reyndust öflugri á vítapunktinum en þeir hollensku.
Este arbitro como le gusta llamar la atención Dios mío . 🤦🏽♂️
— Sergio Kun Aguero (@aguerosergiokun) December 9, 2022