Tvær ástæður voru fyrir því að Ben White ákvað að yfirgefa enska landsliðshópinn sem nú er í verkefni á HM í Katar.
White ákvað að fara heim 30 nóvember en England leikur í átta liða úrslitum á morgun. Ástæður þess að White fóru heim eru eins og fyrr segir tvær.
Önnur þeirra eru rifrildi við Steve Holland aðstoðarmann Gareth Southgate og hin er sú að White var einmana í enska hópnum.
White átti samkvæmt enskum blöðum í vandræðum með að tengja við leikmenn og á ekki marga vini í enska hópnum.
Ákvað hann því að pakka í töskur og henda sér heim frekar en að taka þátt í mögulegu ævintýri enska liðsins. White er leikmaður Arsenal sem situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.